Forsetakjör 25. júní 2016


  • Hagtíðindi
  • 05. október 2016
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Forsetakjör fór fram 25. júní 2016. Við kosningarnar voru alls 244.896 á kjörskrá eða 73,6% landsmanna. Af þeim greiddu 185.430 atkvæði eða 75,7% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 72,4% en þátttaka kvenna var nokkru hærri, 79,0%. Kosningaþátttakan var breytileg eftir aldri og var hún meiri meðal eldri en yngri kjósenda. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 23,1%.

Til baka