Forsetakjör 27. júní 2020


  • Hagtíðindi
  • 16. desember 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Forsetakjör fór fram 27. júní 2020. Við kosningarnar voru alls 252.152 á kjörskrá eða 69,2% landsmanna. Af þeim greiddu 168.790 atkvæði eða 66,9% kjósenda. Kosningaþátttaka karla var 62,4% en þátttaka kvenna var nokkru hærri, eða 71,5%. Hlutfall utankjörfundaratkvæða af greiddum atkvæðum var 31,1%. Tveir frambjóðendur voru í kjöri til embættis forseta Íslands, þeir Guðmundur Franklín Jónsson og Guðni Th. Jóhannesson. Úrslit forsetakjörs urðu þau að Guðni Th. Jóhannesson hlaut flest atkvæði, 150.913 eða 92,2% gildra atkvæða, og var hann því kjörinn forseti Íslands fyrir tímabilið frá 1. ágúst 2020 til 31. júlí 2024.

Til baka