Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022


  • Hagtíðindi
  • 04. október 2023
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 14. maí 2022 og náðu til allra 64 sveitarfélaga landsins. Í 51 sveitarfélagi, þar sem rúm 99% einstaklinga á kjörskrá voru búsettir, var bundin hlutfallskosning. Þar af var sjálfkjörið í tveimur sveitarfélögum þar sem aðeins var boðinn fram einn listi. Kosning var óbundin í 13 sveitarfélögum þar sem minna en 1% kjósenda var á kjörskrá. Á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022 voru 276.593 eða 73,0% landsmanna. Karlar á kjörskrá voru 133.148 (48,1%), konur 128.694 (46,5%) og kynsegin/annað 70 (0,03%) en upplýsingar fengust ekki um kynskiptingu 14.681 (5,3%) þeirra sem á kjörskrá voru.

Til baka