Sveitarstjórnarkosningar 25. maí 2002


  • Hagtíðindi
  • 14. apríl 2005
  • ISSN: 1670-4746

  • Skoða PDF
Kosning til sveitarstjórna var haldin 25. maí 2002 og náði til allra 105 sveitarfélaganna á landinu. Í 66 sveitarfélögum með 98,0% kjósenda var bundin hlutfallskosning og þar af var sjálfkjörið í sjö sveitarfélögum þar sem aðeins var borinn fram einn listi. Kosning var óbundin í 39 sveitarfélögum þar sem 2,0% kjósenda voru á kjörskrá. Kjósendur á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2002 voru 204.945, eða 71,3% landsmanna. Karlar á kjörskrá voru 49,7% og konur 50,3%. Í sveitarstjórnarkosningunum 2002 greiddu atkvæði 168.913 kjósendur í 98 sveitarfélögum, eða 83,2% af þeim 203.141 sem voru þar á kjörskrá.

Til baka