Sveitarstjórnarkosningar 29. maí 2010


  • Hagtíðindi
  • 14. október 2010
  • ISSN: 1670-4746

  • Skoða PDF
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram 29. maí 2010 og náðu til allra 76 sveitarfélaganna á landinu. Á kjörskrá voru 225.855 eða 71,0% landsmanna. Karlar á kjörskrá voru 112.233 (49,7%) og konur 113.622 (50,3%). Í kosningunum greiddu atkvæði 165.238 kjósendur í 72 sveitarfélögum, eða 73,5% af þeim 224.828 sem voru þar á kjörskrá. Var þessi þátttaka ein sú dræmasta í sveitarstjórnarkosningum til þessa.

Til baka