- Hagtíðindi
- 18. maí 2010
- ISSN: 1670-4746
-
Skoða PDF
Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 6. mars 2010. Var þetta fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins 1944. Við kosningarnar voru alls 229.926 á kjörskrá eða 72,3% landsmanna. Af þeim greiddu 144.231 atkvæði eða 62,7% kjósenda. Kosningaþátttaka karla og kvenna var mjög svipuð eða 62,9% hjá körlum og 62,6% hjá konum. Úrslit kosninganna urðu þau að gild atkvæði voru 136.991, auðir seðlar 6.744 og aðrir ógildir seðlar 496.