Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011


  • Hagtíðindi
  • 13. september 2011
  • ISSN: 1670-4746

  • Skoða PDF
Þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram 9. apríl 2011. Við kosningarnar voru alls 232.460 á kjörskrá, 72,9% landsmanna. Af þeim greiddu 175.114 atkvæði, 75,3%. Kosningaþátttaka karla og kvenna var mjög svipuð, 75,4% hjá körlum og 75,3% hjá konum. Greidd voru atkvæði um það hvort lög nr. 13/2011 ættu að gilda áfram eða falla úr gildi. Af gildum atkvæðum sögðu 69.462 kjósendur já (40,2%) en nei sögðu 103.207 (59,8%). Lög nr. 13/2011 voru þar með felld úr gildi.

Til baka