- Hagtíðindi
- 30. október 2012
- ISSN: 1670-4541
-
Skoða PDF
Hagstofa Íslands gefur nú í fyrsta sinn út Hagtíðindi um landbúnaðartölfræði og fjallar um uppbyggingu hennar undanfarin misseri auk þess að birta niðurstöður fyrstu rannsókna og mælinga. Í landbúnaðarrannsókn fyrir árið 2010 kom fram að býli í landinu voru 2.592. Nytjað landbúnaðarland, utan afrétta, er um 15% af heildarstærð Íslands og bændur nota um 0,2 dráttarvélar á hvern hektara ræktarlands. Margir bændur hafa tekjur af annarri starfsemi en landbúnaði til að mynda höfðu 7,1% svarenda hliðartekjur af ferðaþjónustu.