- Hagtíðindi
- 18. desember 2012
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er til starfsstétta voru stjórnendur, sérfræðingar, tæknar og skrifstofufólk með laun undir meðaltali samsvarandi hópa í Evrópusambandinu en laun þjónustu- og sölufólks, iðnaðarmanna og iðnverkafólks, véla- og vélgæslufólks og ósérhæfðs starfsfólks voru yfir meðaltali. Vinnutími er almennt langur á Íslandi miðað við ríki Evrópusambandsins og er hlutfall yfirvinnustunda hærra á Íslandi en í nokkru öðru landi sem rannsóknin nær til.