Íslensk starfaflokkun ÍSTARF21 byggir á alþjóðlegri starfaflokkun, International Standard Classification of Occupations (ISCO-08). Þetta erí þriðja sinn sem íslensk starfaflokkun byggð á ISCO er gefin út á Íslandi. Áður hafði Hagstofa Íslands gefið út Íslenska starfaflokkun ÍSTARF95 árið 1994 og kom önnur útgáfa þess rits út með nokkuð breyttu sniði árið 2009. ÍSTARF21 er eingöngu gefið út á stafrænu formi.