Laun á almennum vinnumarkaði 2005


  • Hagtíðindi
  • 14. júlí 2006
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Árið 2005 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun 315 þúsund krónur og árslaun 4,2 milljón króna. Fjöldi greiddra stunda að baki árslauna var að meðaltali 45,7 klst. á viku. Regluleg mánaðarlaun hækkuðu um 10,4% frá fyrra ári, heildarmánaðarlaun um 12,6% og árslaun um 12,9%.

Til baka