- Hagtíðindi
- 30. mars 2012
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 365 þúsund krónur að meðaltali árið 2011. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 200-250 þúsund krónur og var tæplega fjórðungur launamanna með laun á því bili. Þá voru rúmlega 60% launamanna með regluleg laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Ef eingöngu er horft til fullvinnandi launamanna voru regluleg laun þeirra 400 þúsund krónur á mánuði að meðaltali, regluleg heildarlaun voru 431 þúsund krónur og heildarlaun 469 þúsund krónur.