- Hagtíðindi
- 08. maí 2014
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Regluleg mánaðarlaun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 436 þúsund krónur að meðaltali árið 2013. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 250-300 þúsund krónur og voru ríflega 17% launamanna með regluleg laun á því bili. Þá voru rúmlega 75% launamanna með regluleg laun undir 500 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun fullvinnandi karla voru 475 þúsund krónur að meðaltali og regluleg laun fullvinnandi kvenna 393 þúsund krónur.