Óleiðréttur launamunur kynjanna 2008-2012


  • Hagtíðindi
  • 23. apríl 2013
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar, Eurostat, var 18,1% árið 2012. Munurinn var 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opinberum starfsmönnum. Frá árinu 2008 hefur óleiðréttur launamunur farið minnkandi og var lægri árið 2012 en 2008. Á almennum vinnumarkaði fór launamunurinn lækkandi til ársins 2010 en hækkaði aðeins árið 2011. Óleiðréttur launamunur hjá opinberum starfsmönnum lækkaði allt tímabilið.

Til baka