- Hagtíðindi
- 09. mars 2007
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Vísitala launa á almennum vinnumarkaði hækkaði um 10,3% að meðaltali á milli áranna 2005 og 2006. Laun sérfræðinga hækkuðu mest á tímabilinu eða um 11,5% en laun iðnaðarmanna hækkuðu minnst, 8,8%. Mest hækkuðu laun í samgöngum og flutningum (I) á tímabilinu eða um 12,3% en minnst 9,1% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G). Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 10,4% á sama tímabili.