- Hagtíðindi
- 18. mars 2009
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 8,0% að meðaltali á milli áranna 2007 og 2008 samkvæmt vísitölu launa. Laun verkafólks hækkuðu mest á tímabilinu, eða um 9,7%, en laun stjórnenda hækkuðu minnst, 6,1%. Laun eftir atvinnugrein hækkuðu mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, um 9,8%, en minnst hækkuðu laun í iðnaði, 7,5%. Laun opinberra starfsmanna hækkuðu um 9,0% á sama tímabili.