Félagsvísar: Börn og fátækt


  • Hagtíðindi
  • 10. nóvember 2014
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Árið 2013 var hlutfall barna sem bjuggu á heimilum undir lágtekjumörkum hærra en hlutfall allra landsmanna, eða 12,2% samanborið við 9,3%. Það ár bjuggu 8,3% barna á heimili sem skorti efnisleg gæði. Lágtekjuhlutfallið og tíðni skorts á efnislegum gæðum voru svipuð á meðal barna á árunum 2010-2013 og árin 2004-2007. Árið 2012 var Ísland með næst lægsta hlutfall barna undir lágtekjumörkum og sjöunda lægsta hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði, borið saman við önnur lönd Evrópu.

Til baka