- Hagtíðindi
- 12. september 2022
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Árið 2021 var hlutfall barna sem bjó á heimilum undir lágtekjumörkum hærra en hlutfall allra landsmanna eða 13,1% samanborið við 8,9%. Sama ár var hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði 4,2% samanborið við 3,7% landsmanna. Hlutföll barna undir lágtekjumörkum og sem skortir efnisleg gæði hafa nánast alltaf verið hærri en sömu hlutföll á meðal allra landsmanna yfir tímabilið 2004-2021. Árið 2020 var Ísland með lægsta hlutfall barna sem skorti efnisleg gæði í Evrópu.