Fjárhagsstaða heimilanna 2004-2009


  • Hagtíðindi
  • 21. maí 2010
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar 2009 höfðu 7,1% heimila lent í vanskilum með húsnæðislán/leigu á undanförnum 12 mánuðum og 10,3% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili. Árið 2009 áttu 39% heimila erfitt með að ná endum saman og þar af sögðust 8,2% eiga mjög erfitt með það. 15% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði og svipað hlutfall heimila taldi greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána vera þunga. Tæp 30% heimila gátu í ársbyrjun 2009 ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 130 þúsund með þeim leiðum sem þau venjulega nýta til að standa undir útgjöldum.

Til baka