Fjárhagsstaða heimilanna 2004-2010


  • Hagtíðindi
  • 19. nóvember 2010
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2010 sýnir að 10,1% heimila var í vanskilum með húsnæðislán eða leigu einhvern tíma síðastliðnu 12 mánuði og 13,3% var í vanskilum með önnur lán. 16,5% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði og 19,2% töldu greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána eða leigu þunga. Nálega helmingur allra heimila átti erfitt með að ná endum saman. Einstæðir foreldrar voru helst í fjárhagsvanda. Heimili þar sem meðalaldur fullorðinna var 30-39 ár virtust vera í mestum vanda.

Til baka