Fjárhagsstaða heimilanna 2011


  • Hagtíðindi
  • 28. október 2011
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2011 sýnir að 10,2% heimila voru í vanskilum með húsnæðislán eða leigu einhvern tíma á síðastliðnum 12 mánuðum og 12,4% voru í vanskilum með önnur lán. 31,6% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði og 15,2% töldu greiðslubyrði annarra lána þunga. Almennt séð fer fjárhagsstaða heimilanna heldur versnandi milli áranna 2010 og 2011. Undantekningin frá því eru vanskil og greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána sem minnkar milli ára.

Til baka