Lágtekjumörk og tekjudreifing 2003-2006


  • Hagtíðindi
  • 24. apríl 2009
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Gini-stuðullinn, sem sýnir dreifingu ráðstöfunartekna á einkaheimilum, var 28 árið 2006. Stuðullinn væri 100 ef einn maður hefði allar tekjurnar en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur. Gini-stuðullinn hefur hækkað á hverju ári síðan 2003 en þá var hann 24. Af 29 Evrópuþjóðum var Ísland í 15. til 16. sæti í samanburði á Gini-stuðlinum og 13. til 14. sæti í samanburði á fimmtungastuðlinum. Gini-stuðullinn og fimmtungastuðullinn hafa hækkað meira á Íslandi en í flestum öðrum Evrópulöndum.

Til baka