Lágtekjumörk og tekjudreifing 2004-2009


  • Hagtíðindi
  • 15. mars 2010
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar 2009 var Gini-stuðull hér á landi 29,6. Hann hefur farið hækkandi frá árinu 2004 þegar hann var 24,1. Tekjuhæstu 20% landsmanna eru með 4,2 sinnum hærri ráðstöfunartekjur en tekjulægstu 20% í könnun 2009 (fimmtungastuðull). Fimmtungastuðullinn var 3,4 árið 2004. Af 29 Evrópuþjóðum var Ísland í 10. til 11. sæti í samanburði á Gini-stuðlinum og í 9. til 10. sæti í samanburði á fimmtungastuðlinum.

Til baka