- Hagtíðindi
- 24. febrúar 2011
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Lífskjararannsókn Hagstofunnar sýnir að Gini-stuðullinn var 25,7 í fyrra. Hann fór hækkandi frá 2005 til 2009 en nú má sjá talsverða lækkun. Fimmtungastuðullinn lækkar einnig, en með honum eru bornar saman tekjur þeirra 20% tekjuhæstu og þeirra 20% tekjulægstu. Árið 2010 var fimmtungastuðullinn 3,6 en var 4,2 árið áður. Af 30 Evrópuþjóðum var Ísland í 17. sæti í samanburði á Gini-stuðlinum og í 12. til 14. sæti í samanburði á fimmtungastuðlinum.