Lágtekjumörk og tekjudreifing 2014


  • Hagtíðindi
  • 05. júní 2015
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Árið 2014 dreifðust tekjur á Íslandi jafnar milli fólks en áður hefur sést í lífskjararannsókn Hagstofunnar en hún var fyrst framkvæmd árið 2004. Fimmtungastuðullinn og Gini-stuðullinn eru tvær mælingar sem eru notaðar til að mæla dreifingu tekna og hafa þessir stuðlar ekki mælst lægri í lífskjararannsókninni. Fimmtungastuðullinn sýnir að tekjuhæsti fimmtungurinn var með 3,1 sinnum hærri tekjur en sá tekjulægsti en hæstur var stuðullinn 4,2 árið 2009.

Til baka