- Hagtíðindi
- 30. apríl 2012
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Árið 2011 vörðu 11,3% Íslendinga yfir 40% ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað. Þeir sem voru líklegastir til að búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað voru ungt fólk, þeir sem bjuggu í óniðurgreiddu leiguhúsnæði, bjuggu einir eða voru í lægsta tekjufimmtungi. Húsnæðiskostnaður var rúmlega 18% ráðstöfunartekna hjá Íslendingum árið 2011. Leigjendur húsnæðis greiddu hærra hlutfall ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað en eigendur.