- Hagtíðindi
- 15. ágúst 2023
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Mannfjöldaspáin sem Hagstofa Íslands birti árið 2022 byggir á nýjum tölfræðilíkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga. Framreikningarnir eru byggðir á stöðluðum tölfræðilegum og lýðfræðilegum aðferðum. Með nýja tölfræðilíkaninu er hægt að búa til staðbundnar spár þar sem komið er í veg fyrir ofmat íbúafjölda, t.d. vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutninga en áætlaður fjöldi þeirra íbúa sem eru með búsetu á Íslandi er um 2,5% minni en skráður fjöldi. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar.