Ættleiðingar 1990-2007


  • Hagtíðindi
  • 29. október 2008
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Á árunum 1990-2007 voru 808 ættleiðingar hér á landi. Í 375 tilvikum var um að ræða stjúpættleiðingu en frumættleiðingar voru 433. Innlendar frumættleiðingar voru 124 en frumættleiðingar frá útlöndum 309. Undanfarin ár hafa langflest ættleidd börn verið frá Kína. Frá árinu 2002 hafa 105 stúlkur verið ættleiddar þaðan og þrír drengir. Fyrir þann tíma voru flest börn ættleidd frá Indlandi, en þaðan voru 48 drengir og 81 stúlka á árabilinu 1990-2007.

Til baka