Fæðingar á Íslandi 1871-2004


  • Hagtíðindi
  • 13. maí 2005
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Árið 2004 fæddust hér á landi 4.234 börn, 2.176 drengir og 2.058 stúlkur. Algengasti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemin þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Undanfarin fimm ár hefur Ísland legið nokkuð undir þessu viðmiði og árið 2004 mældist frjósemin 2,0 börn á ævi hverrar konu. Þetta er meiri frjósemi en víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum og í engu landi í Evrópu nema í Tyrklandi er frjósemi meiri en hér.

Til baka