Forsjá barna úr lögskilnuðum og sambúðarslitum 2004


  • Hagtíðindi
  • 07. júní 2005
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Meðal þeirra 670 sambúðarslita sem urðu á árinu 2004 voru 397 pör með börn undir 18 ára aldri og af 552 lögskilnuðum voru 341 barnafjölskylda. Alls voru börn úr skilnuðum og sambúðarslitum 1.201. Nú er algengast að forsjá barna sé í höndum beggja foreldra eftir lögskilnað og sambúðarslit. Árið 2004 átti þetta við í 75,8% tilvika eftir sambúðarslit samanborið við 60,7% eftir lögskilnað. Í 35,5 % tilvika fór móðir með forsjá eftir lögskilnað og í 23,0% eftir sambúðarslit. Afar sjaldgæft er að faðir fari einn með forsjá.

Til baka