Hjúskapur, stofnun sambúðar, skilnaðir og sambúðarslit 2003


  • Hagtíðindi
  • 16. júní 2004
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Á árinu 2003 gengu 1.473 pör í hjónaband hér á landi. Tólf pör staðfestu samvist, jafn mörg pör karla og kvenna. Lögskilnaðir voru 531 og þrjú pör samkynhneigðra skildu að lögum. Giftingartíðni reiknuð sem fjöldi hjónavígslna af 1.000 íbúum var 5,1 og skilnaðartíðni 1,8. Giftingartíðni hefur verið háð allmiklum sveiflum á undanförnum áratugum. Aftur á móti er skilnaðartíðni mun jafnari; lítil breyting hefur orðið á tíðni lögskilnaða frá því um miðbik 8. áratugarins.

Til baka