- Hagtíðindi
- 26. janúar 2010
- ISSN: 1670-4487
-
Skoða PDF
Á árunum 1999-2008 létust 129 einstaklingar á Íslandi sem áttu lögheimili erlendis. Tæplega helmingur þeirra var erlendir ferðamenn, alls 50. Í loft- eða landhelgi dó 21 og sami fjöldi einstaklinga á utangarðsskrá. Þar að auki létust 19 íslenskir ríkisborgarar sem áttu lögheimili erlendis og 18 aðrir og óþekktir.