Mannfjöldaspá 2017–2066


  • Hagtíðindi
  • 30. október 2017
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 2066, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum ástæðum. Til samanburðar var mannfjöldinn 338 þúsund 1. janúar 2017. Í háspánni er gert ráð fyrir því að íbúar verði 531 þúsund í lok spátímabilsins en 367 þúsund í lágspánni. Hagstofan hefur undanfarin ár birt árlega nýja útgáfu af spá um mannfjöldaþróun til næstu 50 ára. Birt eru þrjú afbrigði af spánni, miðspá, lágspá og háspá, sem byggð eru á mismunandi forsendum um hagvöxt, frjósemishlutfall og búferlaflutninga.

Til baka