Mannfjöldaþróun 2010


  • Hagtíðindi
  • 29. mars 2011
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Hinn 1. janúar 2011 var íbúafjöldi á Íslandi 318.452. Íbúum landsins hafði þá fjölgað um 0,3% frá sama tíma ári áður eða um 822 einstaklinga. Á árinu fæddust 4.907 börn en 2.017 manns létust á árinu. Fæddir umfram dána voru því 2.890. Á árinu 2010 fluttu 7.759 einstaklingar til útlanda en 5.625 fluttu til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 2.134. [Leiðrétt útgáfa 31. maí 2011]

Til baka