Mannfjöldaþróun 2012


  • Hagtíðindi
  • 09. apríl 2013
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Hinn 1. janúar 2013 voru íbúar landsins 321.857. Þeim fjölgaði um 0,7% frá sama tíma ári áður eða um 2.282 einstaklinga. Árið 2012 fæddust 4.533 börn en 1.952 létust á árinu. Fæddir umfram dána voru því 2.581. Þá fluttust 6.276 utan en 5.957 til landsins. Brottfluttir umfram aðflutta voru því 319. Í upphafi árs 2013 voru 60 þéttbýlisstaðir á landinu með 200 íbúa eða fleiri. Auk þeirra voru 35 smærri byggðakjarnar með 50–199 íbúa. Alls bjuggu 301.464 í þéttbýli 1. janúar síðastliðinn og hafði þá fjölgað um 2.651 frá 1. janúar í fyrra.

Til baka