Mannfjöldaþróun 2014


  • Hagtíðindi
  • 12. október 2015
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Hinn 1. janúar 2015 voru íbúar landsins 329.100. Þeim fjölgaði um 1% frá sama tíma árið áður eða um 3.429 einstaklinga. Árið 2014 fæddust 4.375 börn en 2.049 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 2.271. Þá fluttust 5.875 utan en 6.988 til landsins. Aðfluttir umfram brottflutta voru því 1.113 árið 2014. Alls bjuggu 308.515 í þéttbýli 1. janúar síðastliðinn og hafði þá fjölgað um 2.873 frá sama tíma ári fyrr. Í dreifbýli og smærri byggðakjörnum bjuggu alls 20.585.

Til baka