Mannfjöldaþróun 2016


  • Hagtíðindi
  • 29. júní 2017
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Hinn 1. janúar 2017 voru íbúar landsins 338.349. Þeim fjölgaði um 1,8% frá sama tíma árið áður eða um 5.820 einstaklinga. Árið 2016 fæddust 4.034 börn en 2.309 manns létust. Fæddir umfram dána voru því 1.725. Þá fluttust 6.889 utan en 10.461 til landsins. Aðfluttir umfram brottflutta voru því 4.069 árið 2016, 2.899 karlar og 1.170 konur.

Til baka