Mannfjöldi 1. janúar 2008


  • Hagtíðindi
  • 23. apríl 2008
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Hinn 1. janúar 2008 voru landsmenn 313.376 og fjölgaði þeim um 1,9% á árinu 2007. Fólksfjölgun var þó minni en árin tvö þar á undan en árið 2006 var hún 2,6%, sem er með því mesta sem mælst hefur. Fólksfjölgun undanfarinna ára má öðru fremur rekja til fólksflutninga til landsins. Íbúum fjölgar mest í þéttbýli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þannig er fólksfjölgun mikil á Suðurnesjum og í þéttbýlisstöðum á Suður- og Vesturlandi. Á Austurlandi fækkaði íbúum árið 2007 eftir mikla fólksfjölgun árin þar á undan.

Til baka