- Hagtíðindi
- 15. mars 2006
- ISSN: 1670-4487
-
Skoða PDF
Á árinu 2005 fjölgaði íbúum hér á landi meira en mörg undanfarin ár. Fólksfjölgun var 2,2% á árinu og hefur íbúum ekki fjölgað jafnmikið hér á landi frá því fyrir 1960. Þessi mikla fjölgun er öðru fremur rakin til mikils aðstreymis fólks frá útlöndum. Mikil fólksfjölgun sem varð hér á landi frá lokum seinni heimsstyrjaldar til ársins 1970 er aftur á móti rakin til mikils fjölda fæðinga og bættra lífslíkna.