Manntalið 1703 þrjú hundruð ára


  • Hagskýrslur Íslands III
  • 21. desember 2005
  • ISSN: 1670-4770

Út er komin bókin Manntalið 1703 þrjú hundruð ára. Greinar í tilefni afmælis. Hagstofa Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands standa að útgáfunni og ritstjórar eru sagnfræðingarnir Ólöf Garðarsdóttir deildarstjóri mannfjöldadeildar Hagstofu Íslands og Eiríkur G. Guðmundsson sviðsstjóri upplýsinga- og útgáfusviðs Þjóðskjalasafns Íslands. Manntalið 1703 er stórmerkilegt fyrir margra hluta sakir og fyrir því hafa verið færð rök að það sé hið fyrsta í veröldinni sem geymir upplýsingar um nöfn, aldur, heimili og stöðu allra þjóðfélagsþegna í einu landi. Bókin geymir sex endurskoðuð erindi frá málþingi sem haldið var í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá framkvæmd manntalsins 1703. Tvær ritgerðanna eru á ensku og fjórar á íslensku. Ritstjórar bókarinnar greina í inngangi frá framkvæmd manntalsins. Þar fjalla þeir um heimildir um mannfjölda í Evrópu frá upphafi nýaldar til 19. aldar og velta því fyrir sér hvernig íslenska manntalið 1703 fellur að þessum heimildum.

Til baka