Ný aðferð við flokkun íbúa eftir þéttbýli og byggðakjörnum


  • Hagtíðindi
  • 22. júlí 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Árið 2015 gaf Hagstofan út nýjar skilgreiningar á þéttbýli og byggðakjörnum þar sem endanlega var horfið frá því að miða skilgreininguna við sveitarfélagsmörk þannig að allt landsvæði svokallaðra „þéttbýlissveitarfélaga“ væru talið til þéttbýlisins. Í stað þessa var grundvallarreglan um að lágmarki 200 metra fjarlægð á milli húsa og 50 íbúa lágmarksfjöldi höfð að leiðarljósi fyrir allt þéttbýlið en að auki litið til þátta eins og heiti þéttbýlis og gatnakerfis.

Til baka