Spá um mannfjölda 2010-2060


  • Hagtíðindi
  • 13. júlí 2010
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofunnar 2010-2060 er gert ráð fyrir að mannfjöldi á Íslandi verði 436.500 í lok spátímabilsins miðað við 317.630 íbúa 1. janúar 2010. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fólksfækkun á yfirstandandi ári, en frá og með árinu 2011 mun fólki fjölga á landinu þrátt fyrir neikvæðan flutningsjöfnuð bæði þá og á árinu 2012. Í miðspá og háspá er gert ráð fyrir náttúrlegri fólksfjölgun út spátímabilið. Meðalævi mun halda áfram að lengjast bæði hjá körlum og konum.

Til baka