Tákntölur sveitarfélaga 1952–2020 og landsvæðaskipting Hagstofunnar 1920–2020


  • Hagtíðindi
  • 18. nóvember 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Sveitarfélagið Hornafjörður mun frá og með 1. desember 2020 flokkast með öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi í landsvæðaskiptingu Hagstofu Íslands. Þessi breyting kallar á breytingu á tákntölu sveitarfélagsins, en ákveðið hefur verið í samráði við Þjóðskrá Íslands að frá og með 1. desember 2020 verði tákntala sveitarfélagsins 8401 í stað 7708. Þar sem 36 ár eru liðin frá því mörkum landsvæða var síðast breytt með ákvörðun hagstofustjóra er farið yfir tákntölukerfi sveitarfélaganna og sögu landsvæðaskiptingar Hagstofunnar í þessari greinargerð. Í viðauka er skrá yfir tákntölur sveitarfélaga í vélrænni þjóðskrá frá 1952 til 1. desember 2020. Í greinargerð þessari er ekki fjallað um sameiningar sveitarfélaga nema að því marki að þær hafi haft í för með sér breytingar á landsvæðaskiptingunni sem fólgin er í tákntölunum.

Til baka