Hagskýrslusvæði í manntalinu 2021


  • Hagtíðindi
  • 15. október 2020
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Í skýrslu þessari er gerð grein fyrir flokkun manntalsgagna í manntalinu 2011 eftir hagskýrslusvæðum. Skilgreind eru fjögur stig að frátöldu landinu öllu þar sem skipting landsins í hagskýrslusvæðin 1) höfuðborgarsvæði og landsbyggð myndar efsta stigið, 2) skipting landsins í fjóra landshluta annað stigið, og 3) fjörutíu og tvö talningarsvæði hið þriðja. Fjórða þrepið er skipting talningarsvæðanna í smásvæði. Í þessari greinargerð er lýst skiptingu þeirra í minni svæði, allt frá 2 upp í 11 smásvæði, eða 206 smásvæði alls.

Til baka