Manntal 31. janúar 1981


  • Hagtíðindi
  • 12. september 2023
  • ISSN: 1670-4770

  • Skoða PDF
Í þessari greinargerð er niðurstöðum manntalsins 31. janúar 1981 gerð skil í fyrsta sinn frá því það var tekið. Mistök við undirbúning og ófyrirséður kostnaður við úrvinnslu á manntalinu leiddu til þess að ekki reyndist unnt að ljúka útgáfu þess á sínum tíma. Það hefur því legið óhreyft í gagnagrunnum Hagstofunnar frá síðustu aldamótum. Það er hins vegar ekki seinna vænna að freista þess að gefa manntalið út nú meðan enn er starfsfólk á Hagstofunni sem þekkir til gagnanna.

Til baka