- Hagtíðindi
- 14. nóvember 2022
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Þessi útgáfa markar upphaf í birtingum manntals og húsnæðistals Hagstofu Íslands frá 1. janúar
2021. Manntalið er byggt að öllu leyti á skrám og gögnum úr stjórnsýslunni og úr gagnagrunnum
Hagstofunnar. Þetta er í annað sinn sem Hagstofan framkvæmir manntal með þessum hætti. Hið
fyrra var manntalið 31. desember 2011. Manntölin eru framvæmd í samstarfi innan evrópskrar
hagskýrslugerðar á grundvelli reglugerða sem teknar hafa verið inn í samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið.
Manntöl veita mikilvægar upplýsingar um mannfjöldann, heimilisaðstæður, húsnæði, atvinnu og
menntunarstig sem ekki fást með öðrum hætti. Hagstofan safnar miklum upplýsingum frá
stjórnvöldum, stofnunum og sveitarfélögum. Manntalið 2021 er aðferð til þess að stemma saman
þessi gögn og fá þannig nýja heildarsýn á stöðu landsmanna og heimila þeirra.