Manntalið 2011: Meginniðurstöður eftir svæðum


  • Hagtíðindi
  • 18. mars 2015
  • ISSN: 1670-4487

  • Skoða PDF
Hér er gerð grein fyrir sundurliðun valinna efnisþátta eftir svæðaskiptingu sem Hagstofa Íslands hefur skilgreint með tilliti til birtingar á niðurstöðum manntals. Niðurstöður eftir svæðum eru um margt athyglisverðar. Það var til dæmis munur á atvinnuþátttöku eftir svæðum í lok árs 2011. Þá var menntunarstig misjafnt eftir talningarsvæðum. Hlutfall háskólamenntaðra var hæst í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem það fór yfir 50% af þeim sem voru 25 ára eða eldri en lægst á Suðurnesjum.

Til baka