Börn í leikskólum í desember 2007


  • Hagtíðindi
  • 15. maí 2008
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Í desember 2007 sóttu 17.446 börn leikskóla á Íslandi. Leikskólabörnum hefur fjölgað um 230 frá fyrra ári eða um 1,3%. Starfandi leikskólar voru 270 og hafði fjölgað um þrjá frá árinu áður. Alls sóttu rúmlega 2.300 börn nám í 36 einkareknum leikskólum. Alls voru 25 leikskólar opnir allt árið 2007 en 245 leikskólar lokuðu vegna sumarleyfa. Í desember 2007 sótti tæplega þriðjungur eins árs barna leikskóla og um 91% tveggja ára barna. Viðverutími barna á leikskólum heldur áfram að lengjast og dvelja nú um 86% allra barna í leikskólanum í 7 stundir eða lengur daglega.

Til baka