Brottfall nemenda af háskólastigi 2002-2003


  • Hagtíðindi
  • 15. desember 2004
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Hagstofa Íslands hefur skoðað brottfall nemenda af háskólastigi með því að bera saman upplýsingar um skráða nemendur og skrá um námslok. Niðurstöðurnar sýna að 2.037 nemendur haustið 2002 héldu ekki áfram námi haustið 2003 og höfðu ekki útskrifast á árinu. Brottfall nemenda af háskólastigi á Íslandi 2002?2003 er því 14,7%. Brottfall er minna meðal nemenda í dagskóla og fjarnámi en talsvert meira meðal nemenda í kvöldskólum. Þá er brottfall umtalsvert minna meðal nemenda í fullu námi en í hlutanámi. Brottfall er meira meðal karla en kvenna og að jafnaði meira meðal eldri nemenda en þeirra yngri.

Til baka