Brottfall nemenda úr framhaldsskólum 2002-2003


  • Hagtíðindi
  • 18. ágúst 2004
  • ISSN: 1670-4703

  • Skoða PDF
Brottfall nemenda úr framhaldsskólum hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. Hagstofa Íslands hefur skoðað brottfall nemenda úr framhaldsskólum með því að bera saman upplýsingar um skráða nemendur og skrá um námslok. Niðurstöðurnar sýna að brottfall nemenda frá hausti 2002 til hausts 2003 var 19,3%, sem jafngildir því að 4.100 nemendur hafi hætt eða tekið sér hlé frá námi. Brottfall er minnst meðal nemenda í fullu námi í dagskóla, 12,4% en mest meðal nemenda í hlutanámi í fjarnámi, 54,2%. Brottfall er meira meðal karla en kvenna og meira í starfsnámi en í bóknámi

Til baka